Fréttir

Axel áfram eftir góðan hring
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 5. maí 2021 kl. 16:48

Axel áfram eftir góðan hring

Þeir Andri Þór Björnsson og Axel Bóasson hafa lokið við tvo hringi á Lindbytvätten Grand Opening mótinu en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Leikið er á Ekerum vellinum í Svíþjóð. 

Þeir félagar léku báðir á 77 höggum í gær og þurftu því á góðum hring að halda á dag til að eiga möguleika á að komast áfram.

Axel svaraði kallinu og kom í hús á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Hann kom sér upp um 48 sæti og er sem stendur jafn í 38. sæti á þremur höggum yfir pari. Enn eiga einhverjir kylfingar eftir að ljúka leik en líkurnar eru hverfandi að staða Axel breytist mikið þar sem að kylfingar sem eru á fjórum höggum yfir pari og betur komast áfram eins og staðan er núna. 

Hringurinn hjá Axel fór rólega af stað í dag og var hann kominn á tvö högg yfir par eftir 10 holur. Hann lék þó frábært golf á síðustu átta holunum og nældi sér í fjóra fugla.

Andri náði sér ekki almennilega á strik í dag og kom hann í hús á 76 höggum, eða fjórum höggum yfir pari. Hann er samtals á níu höggum yfir pari eftir hringina tvo og því úr leik.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Andri Þór Björnssson.