Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Axel bætti sig um fjögur högg milli hringja í Portúgal
Axel Bóasson.
Miðvikudagur 10. október 2018 kl. 14:51

Axel bætti sig um fjögur högg milli hringja í Portúgal

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, er í erfiðum málum eftir tvo hringi á 1. stigs úrtökumóti sem fer fram í Portúgal dagana 9.-12. október.

Samtals er Axel á 8 höggum yfir pari eftir hringina tvo en hann lék á 2 höggum yfir pari í dag. Þegar margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum er Axel jafn í 76. sæti sem er niður um fjögur sæti frá fyrsta degi.


Skorkort Axels í mótinu.

Alls komast um 20 kylfingar áfram í gegnum niðurskurðinn að fjórum hringjum loknum. 2. stigs úrtökumótin fara svo fram í nóvember en alls eru þrjú stig í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Axel er fimmti íslenski kylfingurinn sem tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla í haust. Áður höfðu þeir Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson allir spreytt sig. Haraldur er sá eini sem er kominn áfram á annað stigið.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)