Fréttir

Axel í toppbaráttunni á lokamótinu í Danmörku
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 16:33

Axel í toppbaráttunni á lokamótinu í Danmörku

Axel Bóasson úr GK er jafn í 5. sæti eftir tvo hringi af þremur á lokamótinu á Nordic mótaröðinni sem fram fer á Mön í Danmörku. Axel endaði á einu höggi undir pari á öðrum hringnum og lék gott golf.

Axel fékk fimm fugla en einn tvöfaldan skolla og tvo skolla á hringnum. Lokahringurinn verður leikinn á morgun.

„Er bara nokkuð sáttur með spilamennskuna í síðustu tveimur mótum. Ég hef verið i smá basli með pútterinn á þessu keppnistímabili en ég byrjaði að rúlla boltanum mun betur á flötunum og það hefur skilað sér,“ sagði Axel.

Fimm efstu á stigalista mótaraðarinnar fá þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári en kylfingar í 6.-10. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Axel var fyrir mótið í 14. sæti stigalistans og á ekki möguleika á að enda í einu af efstu fimm sætunum en með góðri frammistöðu í lokahringnum á hann möguleika á 6.-10. sæti. 

Staðan eftir tvo hringi.

Staðan á stigalistanum.