Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Axel og Haraldur enduðu báðir meðal 10 efstu
Axel Bóasson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 1. júní 2019 kl. 11:48

Axel og Haraldur enduðu báðir meðal 10 efstu

Axel Bóasson, GK, og Haraldur Franklín Magnús, GR, luku í dag leik á Barseback Resort Masters mótinu sem fór fram á Nordic Golf mótaröðinni.

Axel lék hringina þrjá í mótinu á þremur höggum undir pari og varð í 5. sæti í mótinu. Hann hefur nú endað í einu af 10 efstu sætunum tvö mót í röð en hann varð í 9. sæti á Jyske Bank Made in Denmark.

Haraldur endaði jafn í 8. sæti í mótinu eftir þrjá hringi í röð á parinu. Fyrir mótið var hann í 21. sæti á stigalistanum og má gera ráð fyrir því að hann fari upp um nokkur sæti.

Andri Þór Björnsson og Aron Bergsson tóku einnig þátt í mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

Næsta mót á Nordic Golf mótaröðinni er Thisted Forsikring Championship.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Haraldur Franklín Magnús.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)