Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Axel úr leik á KMPG Trophy mótinu
Axel Bóasson.
Föstudagur 8. júní 2018 kl. 18:19

Axel úr leik á KMPG Trophy mótinu

Axel Bóasson lék í dag annan hringinn á KMPG Trophy mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Axel þurfti á góðum hring að halda til að komast í gegnum niðurskurðinn, eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari. Hann kom í hús á einu höggi undir pari sem dugði ekki til því niðurskurðurinn miðaðist við þá sem voru á fjórum höggum undir pari eða betur.

Fyrri 9 holurnar lék Axel á þremur höggum undir pari þar sem hann fékk fjóra fugla, einn skolla og restin pör. Seinni 9 holurnar lék hann svo á tveimur höggum yfir pari þar sem hann fékk skolla á holum 10 og 12. Hann lauk því leik á parinu og endaði jafn í 104. sæti.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)