Fréttir

Berglind komst ekki áfram á Spáni
Berglind Björnsdóttir
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 18. júlí 2019 kl. 20:25

Berglind komst ekki áfram á Spáni

Berglind Björnsdóttir lék í dag annan hringinn á Santander Golf TOUR LETAS Valencia mótinu en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Beglind náði sér ekki á strik og ljóst að hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hringurinn í gær var ágætur en hún lék hann á 76 höggum, eða fjórum höggum yfir pari. Það var þó ljóst að hún þyrfti á góðum hring að halda í dag ætlaði hún sér áfram. Hún virtist þó aldrei komast í neinn takt í dag þar sem hún kom í hús á 84 höggum.

Berglind endaði hringina tvo á samtals 16 höggum yfir pari og var því 12 höggum frá því að komast áfram. Það er hin belgíska Manon De Roey sem er efst á samtals fimm höggum undir pari en lokadagur mótsins fer fram á morgun. Hérna má sjá stöðuna í mótinu.