Fréttir

Berglind og Guðrún komust báðar áfram á Montauban Ladies Open
Berglind Björnsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 21. júní 2019 kl. 16:52

Berglind og Guðrún komust báðar áfram á Montauban Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Berglind Björnsdóttir, GR, komust í dag í gegnum niðurskurðinn á Montauban Ladies Open mótinu sem fer fram á LET Access mótaröðinni í golfi.

Annar keppnisdagur mótsins fór fram í dag, föstudag, og var vitað fyrir fram að Guðrún og Berglind þyrftu að leika ágætlega til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Berglind lék annan hringinn á pari vallarins og er jöfn í 31. sæti fyrir lokahringinn á 5 höggum yfir pari i í heildina. Á hring dagsins fékk hún einungis tvo skolla og tvo fugla og var þetta hennar besti hringur á tímabilinu.

Guðrún Brá lék annan daginn í röð á 4 höggum yfir pari og er jöfn í 47. sæti fyrir lokadaginn. 

Lokahringur mótsins fer fram á laugardaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.