Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Berglind úr leik í úrtökumótunum
Berglind Björnsdóttir. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 18. janúar 2020 kl. 16:12

Berglind úr leik í úrtökumótunum

Berglind Björnsdóttir GR komst ekki áfram á lokastig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð kvenna. Þetta varð ljóst í dag þegar lokahringur fyrsta stigsins kláraðist á La Manga golfsvæðinu á Spáni.

Samtals lék Berglind hringina fjóra á 29 höggum yfir pari og varð að lokum 16 höggum frá því að komast áfram. Berglind lék lokahringinn á 77 höggum sem var hennar besti hringur í mótinu.


Skorkort Berglindar í úrtökumótinu.

Berglind er ekki eini íslenski kylfingurinn sem tekur þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröð kvenna þetta árið en Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK tekur þátt í lokastiginu sem hefst 22. janúar. Leiknir verða fimm hringir í því móti og fá 20 efstu kylfingarnir góðan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Berglind er hins vegar úr leik að þessu sinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.