Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Besta endurkoma sem ég hef séð
Michael Jordan.
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 13:08

Besta endurkoma sem ég hef séð

Goðsögnin Michael Jordan fer fögrum orðum um sigur Tiger Woods á Masters mótinu um síðustu helgi og kallar endurkomu hans þá bestu í sögunni.

Samkvæmt vefsíðunni The Athletic var Jordan sérstaklega hrifinn af því hvernig Woods hefur náð að koma til baka eftir öll meiðslin sem hafa hrjáð hann undanfarin ár.

 „Fyrir mér er þetta besta endurkoma sem ég hef séð,“ sagði Jordan.  „Ég hélt að hann myndi aldrei ná sér aftur líkamlega. Hann hélt það ekki sjálfur, en hann gerði það.“


Tiger Woods í græna jakkanum. 

 „Enginn bjóst við því að hann kæmi til baka í því formi sem hann er núna.

Hann er líklega eina manneskjan sem trúði því að hann kæmist aftur á toppinn. Fyrir mér er það magnað afrek. Fyrir mér er það ótrúlegt.“

Aðspurður um framhaldið hjá Woods taldi Jordan erfitt að segja til um það en hann segist viss um að hann muni vinna fleiri mót.

 „Ég held að hann muni vinna fleiri mót. Maður veit aldrei hvað Tiger getur gert.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is