Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Besti árangur Ólafíu á tímabilinu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Laugardagur 11. maí 2019 kl. 20:25

Besti árangur Ólafíu á tímabilinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag þriðja og síðasta hringinn á IOA Invitational mótinu á 2 höggum yfir pari. Fyrir vikið varð hún jöfn í 45. sæti í mótinu sem er hennar besti árangur á tímabilinu.

Ólafía var jöfn í 30. sæti fyrir hring dagsins á parinu en var strax komin tvö högg yfir par eftir fyrri níu holurnar í dag. Á þeim seinni bætti hún við sig einum skolla áður en hún fékk fyrsta fugl dagsins á 13. holu.

Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Ólafía kemst í gegnum niðurskurðinn á Symetra mótaröðinni. Alls hefur hún leikið í fimm mótum en besti árangur hennar var 65. sæti fyrir mót helgarinnar.

Tölfræði Ólafíu á lokahringnum:

Hittar brautir: 12 af 14
Pútt: 29
Hittar flatir í tilætluðum höggafjölda: 10 af 18

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)