Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Birgir bætti sig um tvö högg en er úr leik
Birgir Leifur Hafþórsson.
Föstudagur 5. október 2018 kl. 13:39

Birgir bætti sig um tvö högg en er úr leik

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék í dag annan hringinn á Opna írska mótinu á 74 höggum en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.

Á fimmtudaginn lék Birgir fyrsta hring mótsins á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari og var jafn í 84. sæti fyrir vikið. Hann hefur farið niður um 5 sæti í dag og er að öllum líkindum úr leik í mótinu á 6 höggum yfir pari í heildina.

Þegar fréttin er skrifuð miðast niðurskurðurinn við þá kylfinga sem eru á 2 höggum yfir pari og því þarf margt að breytast til að Birgir komist áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)