Fréttir

Birgir og Guðmundur jafnir fyrir lokahringinn í Frakklandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 7. september 2019 kl. 14:04

Birgir og Guðmundur jafnir fyrir lokahringinn í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR léku í dag þriðja hringinn á Opna Bretagne mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Fyrir hringinn voru þeir báðir á höggi undir pari og jafnir í 15. sæti. Í dag héldu þeir áfram að leika eins og komu báðir inn á höggi undir pari.

Guðmundur Ágúst kom fyrr inn en hann fékk fimm fugla og fjóra fugla á meðan Birgir fékk fjóra fugla og þrjá skolla.

Fyrir lokahringinn eru þeir jafnir í 18. sæti á tveimur höggum undir pari. Efstu menn eru á 7 höggum undir pari þegar fréttin er skrifuð og því gætu íslensku kylfingarnir blandað sér í toppbaráttuna með góðum hring á morgun.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.