Fréttir

Bjarki á 1 höggi undir pari á fyrsta hring í Austurríki
Bjarki Pétursson. Ljósmynd: Facebook/Svenska proffstourerna
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 14. júlí 2022 kl. 19:03

Bjarki á 1 höggi undir pari á fyrsta hring í Austurríki

Haraldur Franklín á 1 höggi yfir pari

Þeir Bjarki Pétursson úr GKG, Haraldur Fraklín Magnús úr GR og Andri Þór Björnsson, sem einnig er úr GR, hófu leik á Euram Bank Open í Austurríki í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Bjarki lék best okkar manna á fyrsta hring en hann kom í hús á 69 höggum eða á 1 höggi undir pari GC Adamstal vallarins. Haraldur Franklín lék á 71 höggi eða á 1 höggi yfir pari og Andri Þór lék á 76 höggum eða á 6 höggum yfir pari vallarins á fyrsta hringnum í dag.

Spánverjinn, Emilio Cuartero Blanco og Craig Ross frá Skotlandi eru efstir og jafnir á 5 höggum undir pari, einu höggi á undan sex öðrum kylfingum.

Staðan á mótinu

Haraldur Franklín og Andri Þór verða ræstir út rétt fyrir klukkan ellefu í fyrramálið á íslenskum tíma, Haraldur af fyrsta teig en Andri Þór af 10. teig. Bjarki verður ræstur út af 10. teig upp úr klukkan hálfeitt á hádegi.