Fréttir

Bjarki í 10. sæti og Guðmundur í 20. sæti fyrir lokahringinbn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 5. nóvember 2022 kl. 15:43

Bjarki í 10. sæti og Guðmundur í 20. sæti fyrir lokahringinbn

Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru enn meðal tuttugu efstu á einu af úrtökumótanna á 2. stigi á Spáni.

Bjarki fékk sinn fyrsta skolla á 2. holu á þriðja hring og lék á 68 höggum 4 undir pari. Hann er jafn í 10. sæti á 15 undirt pari og með svipaðri spilamennsku á fjórða hring þá tryggir hann sig í topp 20 og sæti á þriðja stigi. 

Guðmundur Ágúst er þremur höggum á eftir Bjarka og jafn í 20. sæti á -12. hann lék á 3 undir pari á þriðja hringnum og er í ágætum málum.

Haraldur Franklín lék þriðja hringinn á pari, sem hann gerði líka í 2. hring og er enn -6 og er í 53. sæti. Hann þarf að eiga draumahring á lokadegi til að komast í topp 20.

Staðan eftir 54 holur.