Fréttir

Bjarki og Gísli keppa á EM áhugamanna
Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 25. júní 2019 kl. 09:30

Bjarki og Gísli keppa á EM áhugamanna

Fyrrum liðsfélagarnir úr bandaríska háskólagolfinu, Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson, hefja á miðvikudaginn leik á einu sterkasta móti ársins, Evrópumóti áhugamanna.

Leikið er á Diamond Country vellinum í Austurríki sem undanfarin ár hefur verið áfangastaður Lyoness Open og Shot Clock Masters mótanna á Evrópumótaröð karla.

Flestir af bestu áhugakylfingum heims eru á meðal keppenda í mótinu. Má þar nefna hinn 17 ára Akshay Bhatia, sem fékk boð á PGA mót á þessu tímabili, Schaper Jayden, sem er með +6 í forgjöf og Takumi Kanaya, sem mun líklega færast í efsta sæti heimslista áhugamanna þegar hann verður uppfærður í vikunni.

Leiknir eru fjórir hringir í mótinu sem hefst á miðvikudaginn og lýkur á laugardaginn.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.