Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Bjarki og Gísli komust ekki áfram | Þeirra síðasta mót í háskólagolfinu
Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson.
Fimmtudagur 16. maí 2019 kl. 12:49

Bjarki og Gísli komust ekki áfram | Þeirra síðasta mót í háskólagolfinu

Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson spiluðu með liði sínu, Kent State, í vikunni í Pullman Regional mótinu sem fór fram á Palouse Ridge golfvellinum.

Alls áttu fimm lið möguleika á að komast áfram í NCAA Nationals en þar sem Kent State endaði í 9. sæti í mótinu á 8 höggum undir pari er tímabil þeirra búið að þessu sinni.

Bjarki lék vel í mótinu og endaði á 3 höggum undir pari í heildina og jafn í 29. sæti. Gísli lék lokahring mótsins á parinu en endaði í 54. sæti á 4 höggum yfir pari.

Mót vikunar var síðasta mót íslensku strákanna í háskólagolfinu eftir fjögur góð ár í einu besta golfliði Bandaríkjanna. Við tekur tímabilið hér heima á Íslandi og á sterkustu áhugamótum heims en Bjarki ætlar svo að reyna við Evrópumótaröð karla í haust á meðan Gísli á eftir að gera upp hug sinn.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Bjarki og Gísli sigruðu á MAC Championship mótinu fyrr á tímabilinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is