Fréttir

Bjarki og Haraldur í toppbaráttunni á Spáni: „Vinnur ekkert eftir fyrsta hring“
Bjarki á púttflötinni á Spáni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 3. nóvember 2022 kl. 17:05

Bjarki og Haraldur í toppbaráttunni á Spáni: „Vinnur ekkert eftir fyrsta hring“

„Ég lék mjög vel. Enginn skolli sem ég er mjög ánægður með,“ sagði Bjarki Pétursson í stuttu spjalli við kylfing.is eftir fyrsta hringinn á úrtökumótinu á 2. stigi á Isla Canela Links vellinum á Spáni í dag.  

„Það er engum árangri náð með þessum eina hring, þannig að fókusinn er bara 100%  á næstu daga og það verður mikilvægt að halda áfram að sækja fugla og gefa sem minnst af höggum frá sér. Virkilega ánægður með fyrsta hring mótsins.“

Borgnesingurinn segir fyrri 9 holurnar mjög flottar og krefjandi golfholur. „Enda sest það á skorinu í dag að flestir eru að tapa höggum á fyrri níu. Seinni níu holurnar eru opnar af teig og leyfir þer að missa teighögg alltaf í aðra áttina án þess að slá þig í víti en það eru tré. Flatirnar eru frekar lítil á þessum velli en á móti kemur að þau taka vel við sem gerir stutta spilið aðeins einfaldara. 

Það var lítill aem enginn vindur i dag, en vindurinn er i raun stærsta vörnin a seinni 9 og gerir það að verum að teighöggin eru krefjandi á fyrri níu.“

Haraldur Franklín segir að fyrri 9 holurnar séu krefjandi, nokkuð þröngar brautir og víða hættur. Seinni níu holurnar séu „galopnar“. „Það er mikið „grein“ í flötunum og oft erfitt að lesa þær. Annars var þetta mjög gott og stemmningin góð. Mér fannst ég ekki byrja alveg nógu vel en var mjög heitur á seinni hringnum,“ sagðir Haraldur.

https://www.kylfingur.is/frettir/frabaer-byrjun-hja-islendingunum-a-2-stiginu

Haraldur og Finnur kylfusveinn á Spáni. Guðmundur Ágúst að neðan. Myndirnar tók Kristján Ágústsson.