Fréttir

Bjarni Þór og Karen Lind léku á Hurricane mótaröðinni
Karen Lind er einn efnilegasti kylfingur GKG. Hún er hér fyrir miðri mynd. - mynd GKG
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 3. janúar 2022 kl. 11:03

Bjarni Þór og Karen Lind léku á Hurricane mótaröðinni

Fyrstu tvo daga ársins fór fram ChampionsGate Junior Open mótið á Hurricane Junior Golf Tour.

Mótið var eins og nafnið gefur til kynna leikið á Champions Gate golfsvæðinu í Orlando sem er mörgum Íslendingum vel kunnugt.

Tveir íslenskir kylfingar léku á mótinu. Bjarni Þór Lúðvíksson í flokki drengja 16-18 ára og Karen Lind Stefánsdóttir í flokki 14-18 ára stúlkna.

Bjarni Þór endaði í 11. sæti í sínum flokki á samtals 15 höggum yfir pari. Hann náði sér ekki á strik á fyrri hring mótsins sem hann lék á 83 höggum en bætti sig um 7 högg á seinni hringnum sem hann lék á 76 höggum.

Karen Lind lék vel á fyrri hring mótsins sem hún kláraði á 77 höggum en náði ekki alveg að halda dampi á seinni hringnum sem hún lék á 84 höggum. Karen endaði í 12. sæti í stúlknaflokki.

Lokastaðan í mótinu