Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Bjerregaard kominn upp í 10. sæti stigalistans
Lucas Bjerregaard.
Mánudagur 8. október 2018 kl. 17:00

Bjerregaard kominn upp í 10. sæti stigalistans

Daninn Lucas Bjerregaard er einn heitasti kylfingur Evrópumótaraðarinnar um þessar mundir. Eftir flott tímabil kórónaði hann flottan árangur með sigur um helgina á hinu sterka Alfred Dunhill Links meistaramóti.

Bjerregaard er farinn að narta á hæla efstu manna á stigalistanum en hann situr nú í 10. sæti með 1.927.174 evrur.

Englendingarnir Tommy Fleetwood og Tyrrell Hatton, sem enduðu báðir í 2. sæti í Skotlandi, færast sömuleiðis upp listann. Fleetwood er nú kominn upp í 2. sætið á meðan Hatton er í 7. sæti.

Francesco Molinari er sem fyrr í efsta sæti stigalistans eftir magnaða frammistöðu á tímabilinu þar sem hann sigraði meðal annars á Opna mótinu.

Stöðu efstu manna má sjá hér fyrir neðan.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Some notable changes 📈 Click the link in our bio to see the full, updated #RaceToDubai rankings.

A post shared by European Tour (@europeantour) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is 
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)