Fréttir

Bjerregaard orðinn meðlimur PGA mótaraðarinnar
Lucas Bjerregaard.
Þriðjudagur 23. apríl 2019 kl. 17:40

Bjerregaard orðinn meðlimur PGA mótaraðarinnar

PGA mótaröðin tilkynnti í gær að Daninn Lucas Bjerregaard hefði verið veittur tímabundinn þátttökuréttur á mótaröðinni út tímabilið 2018/2019.

Lucas getur með þessum réttindum fengið boð í eins mörg mót og hann vill og með góðum árangri getur hann unnið sér inn fullan þátttökurétt fyrir tímabilið 2019/2020.

Bjerregaard sem er í 44. sæti á heimslistanum hefur tekið þátt í 10 mótum á PGA mótaröðinni og þar af hefur hann þrisvar sinnum verið á meðal 25 efstu. Hans besti árangur kom á Heimsmótinu í holukeppni í síðasta mánuði en þar endaði hann í fjórða sæti.

Aðeins einn annar kylfingur er með samskonar réttindi en það er Englendingurinn Matthew Fitzpatrick

46 af 50 efstu mönnum heimslistans, þar af allir í topp 35, eru nú meðlimir á PGA mótaröðinni.

Rúnar Arnórsson
[email protected]