Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Bjerregaard sigraði á Alfred Dunhill Links Championship
Lucas Bjerregaard með bikarinn.
Sunnudagur 7. október 2018 kl. 14:40

Bjerregaard sigraði á Alfred Dunhill Links Championship

Daninn Lucas Bjerregaard sigraði í dag á Alfred Dunhill Links Championship mótinu eftir æsispennandi lokaholur á St. Andrews vellinum í Skotlandi.

Bjerregaard lék lokahringinn á 5 höggum undir pari en var í raun alltaf skrefi á eftir Tyrrell Hatton sem fór vel af stað á lokahringnum.

Hatton gaf hins vegar mikið eftir á seinni níu og kom inn á 4 höggum yfir pari. Það gaf kylfingum á borð við Bjerregaard og Tommy Fleetwood tækifæri á sigri í mótinu sem Bjerregaard nýtti sér.

Bjerregaard hefur nú sigrað á tveimur mótum á Evrópumótaröð karla en hann sigraði á Portugal Masters mótinu í fyrra. Þar áður hafði hann náð fínum árangri á Nordic Golf mótaröðinni sem nokkrir íslenskir kylfingar hafa leikið á undanfarin ár.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)