Fréttir

Björgvin og Kinga klúbbmeistarar GS árið 2019
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 08:00

Björgvin og Kinga klúbbmeistarar GS árið 2019

Björgvin Sigmundsson og Kinga Korpak stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna á Meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja sem fór fram dagana 3.-6. júlí.

Í karlaflokki var Björgvin hlutskarpastur en hann endaði þremur höggum á undan þeim Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni, Sigurpáli Geir Sveinssyni og Róberti Smára Jónssyni. Björgvin lék hringina fjóra á 11 höggum yfir pari en skorkort hans á lokahringnum má sjá hér fyrir neðan.

Þar sem þeir Guðmundur, Sigurpáll og Róbert enduðu jafnir í öðru sæti þurfti þriggja manna umspil um 2.–4. sætið. Sigurpáll Geir landaði öðru sæti og Guðmundur Rúnar því þriðja og það varð hlutskipti Róberts Smára að enda í fjórða sæti.

Í kvennaflokki sigraði Kinga Korpak með miklum yfirburðum en hún var að lokum 34 höggum á undan systur sinni Zuzönnu Korpak sem varð önnur. Kinga lék hringina fjóra á 22 höggum yfir pari.

Úrslit í meistaraflokki Meistaramóts GS:

Björgvin Sigmundsson 74,74,78,73 299 högg
T2 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 73,80,79,70 302 högg
T2 Sigurpáll Geir Sveinsson 76,75,79,72 302 högg
T2 Róbert Smári Jónsson 75,75,77,75 302 högg

1 Kinga Korpak 75,82,78,75 310 högg
2 Zuzanna Elvira Korpak 89,90,86,79 344 högg
3 Fjóla Margrét Viðarsdóttir 74,93,90,88,91 362 högg


Verðlaunahafar í Meistaramótinu.