Fréttir

Böðvar og Eva Íslandsmeistarar í flokki 15-16 ára
Verðlaunahafar í stúlknaflokki. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 19. ágúst 2019 kl. 21:40

Böðvar og Eva Íslandsmeistarar í flokki 15-16 ára

Böðvar Bragi Pálsson GR og Eva María Gestsdóttir GKG fögnuðu í gær Íslandsmeistaratitli í flokki 15-16 ára eftir að Íslandsmót unglinga í höggleik kláraðist á Leirdalsvelli í Kópavogi.

Í stúlknaflokki lék Eva María á 25 höggum yfir pari og varð að lokum sjö höggum á undan Maríu Eir Guðjónsdóttur GM sem endaði önnur. Sigur Evu var nokkuð sannfærandi en þetta var þriðji sigur hennar í jafn mörgum mótum á Íslandsbankamótaröðinni í ár.

Bjarney Ósk Harðardóttir GR og Nína Margrét Valtýsdóttir enduðu jafnar í þriðja sæti á 36 höggum yfir pari.

1. Eva María Gestsdóttir, GKG (78-86-74) 238 högg (+25)
2. María Eir Guðjónsdóttir, GM (80-87-78) 245 högg (+32)
3.-4. Bjarney Ósk Harðardóttir, GR (82-90-77) 249 högg (+36)
3.-4. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (76-87-86) 249 högg (+36)
5. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (78-88-85) 251 högg (+38)

Í strákaflokki var ögn meiri spenna á lokahringnum en Böðvar Bragi varð að lokum fjórum höggum á undan Kjartani Sigurjóni Kjartanssyni sem fór holu í höggi á fyrsta keppnisdegi.

Þetta er annar sigur Böðvars á Íslandsbankamótaröðinni í ár og varð hann fyrir vikið efstur á stigalistanum í flokki 15-16 ára.

Breki Gunnarsson Arndal endaði í þriðja sæti á 12 höggum yfir pari og varð þremur höggum á undan þremur kylfingum.

1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (69-75-75) 219 högg (+6) 
2. Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR (73-78-72) 223 högg (+10)
3. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (71-83-71) 225 högg (+12)
4.-6. Aron Ingi Hákonarson, GM (78-79-71) 228 högg (+15)
4.-6.  Patrik Róbertsson, GA (76-81-71) 228 högg (+15)
4.-6. Jóhannes Sturluson, GKG (75-80-73) 228 högg (+15)


Verðlaunahafar í strákaflokki. Mynd: [email protected]