Fréttir

Böðvar og Eva Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 15-16 ára
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Nína Margrét, Eva María, Katrín Sól og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG. Mynd: [email protected]
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 21:00

Böðvar og Eva Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 15-16 ára

Það voru þau Eva María Gestsdóttir, GKG, og Böðvar Bragi Pálsson, GR, sem urðu Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni í flokki 15-16 ára. Mótið fór fram um helgina á Hústóftavelli í Grindavík.

Eva María var efst eftir höggleikinn sem var leikinn á föstudaginn og fékk hún því að sitja hjá í fyrstu umferð. Leikina þrjá sem hún spilaði vann hún nokkuð örugglega en hún þurfti aldrei að fara lengra en 16. holu. 

Í úrslitaleiknum mættust þær Eva María og Nína Margrét Valtýrsdóttir. Þar hafði Eva María betur 4/3. Í leiknum um þriðja sætið hafði Katrín Sól Davíðsdóttir betur 3/2 á móti Maríu Eir Guðjónsdóttur.

Úrslit allra leikja í flokki 15-16 ára telpna má sjá hér fyrir neðan:


Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Dagur Fannar, Böðvar Bragi, Bjarni Þór og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG. Mynd: [email protected]

Böðvar Bragi var í fjórða sæti eftir höggleikinn. Áttamanna úrslitin voru spennandi en þar fór leikurinn alla leið á 18. holu. Böðvar mætti svo Degi Fannari Ólafssyni í úrslitum og fór sá leikur 2/1.

Í leiknum um þriðja sætið mættust þeir Bjarni Þór Lúðvíksson og Finnur Gauti Vilhelmsson. Bjarni hafði betur í þeim leik 1/0.

Úrslit allra leikja í flokki 15-16 ára drengja má sjá hér fyrir neðan: