Fréttir

Borgaði rúmar fimm milljónir til að bera kylfur Tiger Woods
Tiger Woods.
Þriðjudagur 22. maí 2018 kl. 19:33

Borgaði rúmar fimm milljónir til að bera kylfur Tiger Woods

Um helgina fór fram hið árlega Tiger Jam sem er góðgerðaviðburður sem Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hefur nú haldið í 20 ár.

Nokkrir þekktir einstaklingar mættu á svæðið og léku golf með Woods og þá fór fram uppboð á viðburðinum.

Eitt af því sem þótti hvað mest spennandi á uppboðinu var einstök upplifun þar sem hægt var að borga fyrir að vera kylfusveinn fyrir þennan fjórtánfalda risameistara.

Ónefndur aðili gerði sér lítið fyrir og reiddi fram rúmar fimm milljónir til þess að fá að bera kylfur Woods en hringurinn fer fram þann 28. nóvember í Pro/Am móti fyrir Hero World Challenge mótið á Bahama eyjum. 

Ísak Jasonarson
[email protected]