Fréttir

Brautarholtsvöllur á topp 100 lista hjá Golf World
Brautarholtsvöllur.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 15:22

Brautarholtsvöllur á topp 100 lista hjá Golf World

Á nýjum lista fjölmiðilsins Golf World er einn íslenskur golfvöllur meðal 100 bestu golfvalla í Evrópu. Völlurinn sem um ræðir er er Brautarholtsvöllur sem staðsettur er á Kjalarnesi.

Brautarholtsvöllur er í 91. sæti yfir bestu golfvellina í Evrópu en vellirnir sem koma til greina eru vellir fyrir utan Bretlandseyjar. 

Golf World gaf golfvöllunum stig út frá einkunnum fyrir sex flokka sem meðal annars voru hönnun, samkvæmni, uppsetning og hversu eftirminnilegur völlurinn var.

„Við skorum sérstaklega hátt í flokkunum Settings, Memorability og nokkuð hátt í Design,“ sagði Gunnar Páll formaður GBR við Kylfing. „En við munum taka okkur á í flokkunum Playability, Presentation og Consistancy. Þeir telja völlinn einstaklega vel staðsettan í fallegu náttúrulegu umhverfi og sé einn af þeim golfvöllum sem hafi hvað mestu „WOW factor“ og löngun til að heimsækja aftur.“

Hvaleyrarvöllur er nefndur í lista fyrir næstu 100 golfvelli án þess að tiltekið sé í hvaða sæti völlurinn endaði.