Fréttir

Brooks Koepka valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni
Brooks Koepka.
Þriðjudagur 9. október 2018 kl. 13:20

Brooks Koepka valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka var valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í dag, þriðjudag. Að valinu stóðu kylfingar PGA mótaraðarinnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart enda var Koepka frábær á árinu og er nú kominn í þriðja sæti heimslistans.

Á árinu sigraði Koepka bæði á Opna bandaríska mótinu og PGA meistaramótinu og hefur hann nú sigrað á þremur risamótum á rúmu ári. Með sigrinum á Opna bandaríska mótinu varð Koepka sá fyrsti frá árinu 1989 til að verja titil sinn í mótinu.

Þá endaði Koepka fjórum sinnum í topp-10 á PGA mótaröðinni á tímabilinu og endaði í 9. sæti stigalistans.

Koepka var valinn fram yfir kylfinga á borð við Bryson DeChambeau, Dustin Johnson, Francesco Molinari, Justin Rose og Justin Thomas.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

@BKoepka is the Player of the Year for the 2017-18 season! #LiveUnderPar

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Ísak Jasonarson
[email protected]