Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Búinn að vera með sama pútterinn í tæp 13 ár
Brandt Snedeker.
Mánudagur 20. ágúst 2018 kl. 12:00

Búinn að vera með sama pútterinn í tæp 13 ár

Brandt Snedeker, sem sigraði á móti helgarinnar á PGA mótaröðinni, Wyndham meistaramótinu, hefur verið með sama pútterinn í pokanum í tæp 13 ár.

Um er að ræða Odyssey White XG Rossie pútter en hann hefur skilað Snedeker 9 titlum á ferli hans á PGA mótaröðinni.

Fyrsti sigur Snedeker kom á Wyndham meistaramótinu árið 2007. Hann hafði svo ekki sigrað á móti á mótaröðinni frá árinu 2016 þegar kom að móti helgarinnar.

Snedeker fer líklega bjartsýnn inn í næstu vikur á mótaröðinni en framundan er lokakaflinn í FedEx bikarnum. Snedeker fagnaði einmitt sigri á lokamóti FedEx bikarsins árið 2012 og sagði í viðtali eftir mót að hann langaði til að endurtaka þann leik í ár.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is

 

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)