Fréttir

Burmester lenti í bílslysi í gær og er nú í baráttunni eftir fyrsta hring í Dúbaí
Dean Burmester.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 22:04

Burmester lenti í bílslysi í gær og er nú í baráttunni eftir fyrsta hring í Dúbaí

Suður-Afríkubúinn Dean Burmester byrjað vel á Omega Dubai Desert Classic mótinu sem hófst í dag í Dúbaí á Evrópumótaröð karla. Burmester lék á þremur höggum undir pari og er jafn 11 öðrum í þriðja sæti, tveimur höggum á eftir Thomas Pieters sem er í forystu.

Hringurinn hjá Burmester væri svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að í gærkvöldi lenti hann og fjölskylda hans í bílslysi þegar þau voru á leið heim af golfvellinum á hótelið sitt með Uber.

Blessunarlega slasaðist enginn en eins og sést á myndinni hér að neðan var bíllinn illa farinn eftir slysið.

Burmester hóf leik seinni partinn í dag sem hefur eflaust hjálpað þar sem hann fékk meiri tíma til að koma bæði líkama og sál í rétt stand fyrir fyrsta hringinn. Miðað við gengið undanfarið þá hefur þetta ekki hjálpað þar sem hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í síðustu fjórum mótum á Evrópumótaröðinni.