Fréttir

Casey kominn í fjórða sæti FedEx listans þegar tímabilið er hálfnað
Paul Casey.
Þriðjudagur 26. mars 2019 kl. 08:00

Casey kominn í fjórða sæti FedEx listans þegar tímabilið er hálfnað

Tímabilið á PGA mótaröðinni er nú hálfnað og er það Rory McIlroy sem er í forystu á stigalista mótaraðarinnar, FedEx listanum. Enginn af efstu þremur mönnum listans voru með um helgina á Valspar meistaramótinu og er því staðan óbreytt á toppnum.

Paul Casey er aftur á móti kominn í fjórða sætið eftir sigur helgarinnar á Valspar meistaramótinu. Ásamt því að sigra um helgina hefur Casey endað þrisvar sinnum á meðal 10 efstu á tímabilinu. Hann er nú með 1.193 stig, 155 stigum minna en McIlroy.

Staða 10 efstu mann má sjá hér að neðan en listann í heildi sinni má nálgast hérna.

Þrátt fyrir að tímaiblið sé hálfnað þá er ekki hægt að segja að línur séu farnar að skírast þar sem öll risamót ársins eru eftir, tvö heimsmót og FedEx úrslitakeppnin en öll þessi mót gefa töluvert fleiri stig en venjuleg mót.

Rúnar Arnórsson
[email protected]