Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Casey segist geta unnið Masters ef McIlroy og Johnson hjálpi sér
Paul Casey.
Mánudagur 25. mars 2019 kl. 14:00

Casey segist geta unnið Masters ef McIlroy og Johnson hjálpi sér

Paul Casey lét nokkuð athyglisverð orð falla eftir sigur sinn á Valspar meistaramótinu sem lauk á sunnudaginn. Það má leiða að því líkum að hann sé aðeins að reyna taka pressuna af sjálfum sér fyrir Masters mótið og kasta henni á menn eins og Rory McIlroy og Dustin Johnson.

Þrátt fyrir að leika á einu höggi yfir pari á lokadegi mótsins endaði hann einu höggi á undan næstu mönnum. Eftir mótið var hann spurður út í hvað þessi sigur gerði fyrir sjálfstraustið hjá honum fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið.

„Ótrúlega hluti.“

En hann lét ekki þar við sitja.

„Mér líður vel en ég verð að spila svona. Ég þarf líka að menn eins og Rory (McIlroy) og Dustin (Johnson) leiki ekki alveg sitt besta golf af því að ég held að ég geti ekki sigrað þá þegar þeir leika sitt besta golf. Ég gef þeim allt það hrós sem þeir eiga skilið, ég er ekki eins góður og þeir, en ég á samt góðan möguleika.“

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)