Fréttir

Catriona Matthew fyrirliði Evrópuliðsins að nýju í Solheim bikarnum 2021
Catriona Matthew.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 14. nóvember 2019 kl. 11:38

Catriona Matthew fyrirliði Evrópuliðsins að nýju í Solheim bikarnum 2021

Catriona Matthew stýrði evrópska liðinu til sigurs í Solheim bikarnum fyrr á þessu ári þegar mótið fór fram í Skotlandi og hefur hún nú verið beðin um að endurtaka leikinn fyrir árið 2021. Solheim bikarinn verður þá haldinn í Bandaríkjunum og verður leikið á Inverness vellinum.

Evrópska liðið vann síðasta keppnina í Bandaríkjunum árið 2013 þegar leikið var á Colorado vellinum og er það eina skiptið sem liðið hefur unnið í Bandaríkjunum. Það er einnig síðasta skiptið sem liðið vann þar til í ár. 

Matthew sagði í viðtali að það hefði verið draumur að vinna Solheim bikarinn en væri spennt fyrir því að endurtaka leikinn í Bandaríkjunum.

„Að vinna Solheim bikarinn var draumur minn en að reyna endurtaka leikinn í Bandaríkjunum væri enn betra. Það er alltaf erfiðara að vinna í Bandaríkjunum en ég er stolt að fá fá það verkefni. Ég var heppin að fá að vera hluti af fyrsta evrópska liðinu sem vann í Bandaríkjunum og því veit ég að það er hægt.“