Fréttir

Cink semur við Ping
Stewart Cink.
Miðvikudagur 9. janúar 2019 kl. 19:23

Cink semur við Ping

Risameistarinn Stewart Cink skrifaði á dögunum undir samning við kylfuframleiðandann Ping til nokkurra ára. Í samningnum er um það kveðið að Cink leiki með 11 kylfur frá fyrirtækinu.

Cink, sem er sexfaldur sigurvegari á PGA mótaröðinni og sigraði á Opna mótinu árið 2009, verður meðal annars með dræver og pútter í pokanum frá Ping.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Cink leikur með Ping kylfur en hann lék meirihluta síðasta tímabils með dræver, trékylfur og járn frá fyrirtækinu. Þá var hann hins vegar ekki kominn með samning.

Næsta mót hjá Cink hefst á morgun, fimmtudag, en það er Sony Open mótið á PGA mótaröðinni.

Ísak Jasonarson
[email protected]