Fréttir

Dagbjartur á 75 höggum á Opna breska áhugamannamóti pilta
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 12:34

Dagbjartur á 75 höggum á Opna breska áhugamannamóti pilta

Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur lokið við annan hring Opna breska áhugamannamóts pilta. Mótið er haldið Saunton vellinum í Englandi og er leikið á Vestur- og Austurvellinum.

Í dag lék Dagbjartur á Vesturvellinum og lék hann á 75 höggum, eða fjórum höggum yfir pari. Hann fékk engan fugl á hringnum í dag heldur fékk hann fjóra skolla og restina pör.

Eftir hringina tvo er Dagbjartur á samtals sex höggum yfir pari og því ólíklegt að hann komist áfram. Eins og staðan er núna eru það þeir kylfingar sem eru á tveimur höggum yfir pari og betur sem komast áfram.

Þeir Kristófer Karl Karlsson og Sigurður Bjarki Blumenstein hafa nýlega hafið leik á öðrum hringnum en fylgjast má með gagni mála hérna.