Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Dagbjartur enn meðal efstu manna á Ítalíu
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 18:19

Dagbjartur enn meðal efstu manna á Ítalíu

Dagbjartur Sigurbrandsson og Viktor Ingi Einarsson léku í dag annan hringinn á Italian International Championship mótinu sem fer fram á Ítalíu.

Dagbjartur, sem var í 2. sæti eftir fyrsta hringinn, er jafn í 10. sæti eftir tvo hringi en hann lék hring dagsins á 5 höggum yfir pari.

Efsti maður í mótinu er Brandon Dietzel frá Þýskalandi en hann er á 3 höggum undir pari, 8 höggum á undan Dagbjarti.

Viktor Ingi hefur ekki leikið jafn vel en hann spilaði fyrstu tvo hringi mótsins á 25 höggum yfir pari og þarf að leika vel á morgun til þess að komast í gegnum niðurskurðinn eftir þrjá hringi.

Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu sem klárast á laugardaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)