Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Dagbjartur: Góð byrjun og þolinmæði skópu sigurinn - atvinnumennska draumurinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 11. ágúst 2025 kl. 15:13

Dagbjartur: Góð byrjun og þolinmæði skópu sigurinn - atvinnumennska draumurinn

Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir spennandi keppni á Íslandsmótinu á Hvaleyri. Hann jafnaði þar með við systur sína, Perlu Sól.

Dagbjartur var í 2. sæti fyrir lokadaginn á erfiðum Hvaleyrarvelli en byrjaði með látum á fyrstu braut. Hann háði harða baráttu við heimamanninn Axel Bóasson alla dagana og Aron Snær Júlíusson úr GKG blandaði sér líka í baráttuna á lokadeginum.

Dagbjartur segist hafa æft mikið og vel á undanförnum mánuðum og árum og stefnir á atvinnumennsku í íþróttinni. Hann ætlar á úrtökumót í haust og draumurinn er að komast á einhverjar af stærstu mótaröðunum.

Örninn 2025
Örninn 2025