Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Dagbjartur jafn í 2. sæti á sterku móti á Ítalíu
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 20:21

Dagbjartur jafn í 2. sæti á sterku móti á Ítalíu

Kylfingarnir efnilegu, Dagbjartur Sigurbrandsson og Viktor Ingi Einarsson, sem báðir leika fyrir GR, hófu í dag leik á Italian International Championship mótinu sem fer fram á Ítalíu. Mótið er sterkt áhugamót en í ár er 131 kylfingur víðsvegar frá Evrópu skráður til leiks.

Dagbjartur lék fyrsta hring mótsins á pari Circolo golfvallarins og er jafn í 2. sæti í mótinu sem er frábær byrjun hjá þessum 16 ára kylfingi. Á hringnum fékk hann einn fugl, einn örn, einn skolla og einn tvöfaldan skolla. James Cass er í efsta sæti í mótinu, tveimur höggum á undan Dagbjarti.

 

Vikor Ingi lék á 79 höggum eða 8 höggum yfir pari á fyrsta hringnum og er jafn í 65. sæti. Skorkort hans má sjá hér fyrir neðan.

Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu sem klárast á laugardaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Viktor Ingi Einarsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)