Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Dagbjartur meðal efstu manna í Þýskalandi
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 30. maí 2019 kl. 15:57

Dagbjartur meðal efstu manna í Þýskalandi

Þrír íslenskir strákar hófu í dag leik á sterku unglingamóti í Þýskalandi sem ber heitið German Boys & Girls Open. Leikið er dagana 30. maí til 1. júní á tveimur völlum hjá golfklúbbi St. Leon Rot.

Strákarnir sem um ræðir eru þeir Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, Kristófer Karl Karlsson, GM, og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR.

Fyrsti hringur mótsins fór fram í dag og lék Dagbjartur best af íslenska hópnum. Hann kom inn á höggi undir pari og er jafn í 8. sæti af 104 keppendum. Dagbjartur er í gríðarlega góðu formi þessa dagana en hann sigraði einmitt á Egils Gull mótinu sem fram fór um síðustu helgi á Mótaröð þeirra bestu hér heima.

Skor íslensku strákanna:

8. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, -1
56. sæti: Kristófer Karl Karlsson, +3
70. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein, +4

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Kristófer Karl Karlsson.


Sigurður Bjarki Blumenstein.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)