Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Dagbjartur og Sigurður enduðu báðir í topp-10 í Skotlandi
Sigurður Bjarki Blumenstein.
Laugardagur 13. apríl 2019 kl. 10:30

Dagbjartur og Sigurður enduðu báðir í topp-10 í Skotlandi

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, náðu báðir frábærum árangri á sterku unglingamóti, Scottish Boys' Open Championship, sem fór fram í Skotlandi dagana 10.-12. apríl.

Líkt og Kylfingur greindi frá komust þeir Dagbjartur og Sigurður örugglega í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi og léku því 36 holur á föstudaginn ásamt 40 kylfingum sem komust áfram.

Íslensku strákarnir héldu uppteknum hætti á þeim kafla og endaði Dagbjartur í 7. sæti á 3 höggum undir pari og Sigurður í 9. sæti á 2 höggum undir pari.

Skorkort þeirra má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Sigurðar.


Skorkort Dagbjarts.

James Ashfield stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á 7 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)