Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Dagbjartur vann Unglingaeinvígið í Mos
Dagbjartur Sigurbrandsson. Mynd: @unglingaeinvigid
Laugardagur 15. september 2018 kl. 11:24

Dagbjartur vann Unglingaeinvígið í Mos

Samsung Unglingaeinvígið í Mos fór fram í gær á Hlíðavelli. Öllum bestu kylfingum landsins, 18 ára og yngri, var boðið til leiks. Leikfyrikomulag var þannig að á hverri holu dettur út sá kylfingur sem er með flest högg. Ef kylfingar eru jafnir er gripið til einvígis þar sem slegið er eitt högg og sá kylfingur sem er lengst frá holu dettur úr leik.

Mikil spenna var á lokaholunni en þar réðust úrslitin í einvígi milli Dagbjarts Sigurbrandssonar og Sverris Haraldssonar. Að lokum var það Dagbjartur sem hafði betur og stóð hann því uppi sem sigurvegari í einvíginu. 

Úrslitin voru eftirfarandi:

1. sæti - Dagbjartur Sigurbrandsson
2. sæti - Sverrir Haraldsson
3. sæti - Ísleifur Arnórsson
4. sæti - Sveinn Andri Sigurpálsson
5. sæti - Kristófer Karl Karlsson
6. sæti - Hulda Clara Gestsdóttir
7. sæti - Perla Sól Sigurbrandsdóttir
8. sæti - Aron Emil Gunnarsson
9. sæti - Ragnar Már Ríkharðsson
10. sæti - Bjarney Ósk Harðardóttir

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)