Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Daly svarar Tiger
John Daly.
Miðvikudagur 15. maí 2019 kl. 23:02

Daly svarar Tiger

John Daly verður um helgina einungis annar kylfingurinn á síðustu 20 árum til að spila í golfbíl á risamóti en hann er á meðal keppenda á PGA meistaramótinu sem hefst á morgun.

Þegar Tiger Woods var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir mótið svaraði hann brosandi: „Ég labbaði fótbrotinn,“ og vísaði þar með í Opna bandaríska mótið árið 2008 þegar hann sigraði nánast á annarri löppinni.

Daly var spurður út í þessi ummæli Woods á blaðamannafundi í dag.

„Slitgigt er erfið bróðir. Ef hnéið mitt væri brotið myndi ég laga það en staða mín er allt öðruvísi. Þetta er ótrúlega sársaukafullt eins og það var auðvitað líka hjá Tiger.

Trúið mér, ég þoli ekki að taka bílinn. Ef ég gæti labbað myndi ég gera það. Ég myndi örugglega geta labbað fjórar holur og verið búinn á því. Hnéið tútnar svo út.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)