Fréttir

Daníel Ísak og Anna Sólveig klúbbmeistarar Keilis 2019
Daníel Ísak og Anna Sólveig.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2019 kl. 14:07

Daníel Ísak og Anna Sólveig klúbbmeistarar Keilis 2019

Meistaramót Keilis fór fram dagana 7.-13. júlí við frábærar aðstæður á Hvaleyrarvelli. Fjölmargir keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni og lék veðrið við keppendur flesta dagana.

Daníel Ísak Steinarsson og Anna Sólveig Snorradóttir eru klúbbmeistarar Keilis árið 2019 eftir spennandi keppni.

Daníel Ísak varð að lokum tveimur höggum á undan Björgvini Sigurbergssyni sem endaði annar. Daníel var þó með fjögurra högga forystu fyrir lokaholuna og gat leyft sér að fá tvöfaldan skolla án þess að það hefði nokkur áhrif á úrslitin.


Í kvennaflokki stóð Anna Sólveig Snorradóttir uppi sem sigurvegari en hún lék hringina fjóra samtals á 12 höggum yfir pari. Sigurlaug Rún Jónsdóttir varð önnur á 17 höggum yfir pari. Klúbbmeistari Keilis árið 2018, Þórdís Geirsdóttir, varð svo í þriðja sæti.


Helstu úrslit mótsins:

Lokastaðan í meistaraflokki karla:

1. Daníel Ísak Steinarsson, -3
2. Björgvin Sigurbergsson, -1
3. Vikar Jónasson, +4
4. Henning Darri Þórðarson, +10
5. Bjarni Sigþór Sigurðsson, +11

Lokastaðan í meistaraflokki kvenna:

1. Anna Sólveig Snorradóttir, +12
2. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, +17
3. Þórdís Geirsdóttir, +22
4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, +24