Fréttir

Daníel með fína forystu en jafnt í kvennaflokki á Meistaramóti Keilis
Daníel Ísak Steinarsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 13:33

Daníel með fína forystu en jafnt í kvennaflokki á Meistaramóti Keilis

Meistaramót Keilis hófst á sunudaginn þegar elstu og yngstu kylfingar klúbbsins ásamt þeim forgjafahæstu hófu leik. Á miðvikudaginn byrjuðu forgjafalægstu kylfingar klúbbsins að spila og er mótið nú hálfnað hjá meistaraflokkunum tveimur.

Í karlaflokki er Daníel Ísak Steinarsson með nokkuð örugga forystu en hann er sex höggum á undan næsta kylfingi. Daníel er á tveimur höggum undir pari eftir tvo hringi.

Næstur á eftir Daníel er Vikar Jónasson sem er á fjórum höggum yfir pari og höggi á eftir honum er fjórfaldi Íslandsmeistarinn í höggleik, Björgvin Sigurbergsson, sem er með í mótinu í fyrsta skiptið í nokkur ár.

Staðan í karlaflokki eftir tvo hringi:

1. Daníel Ísak Steinarsson, -2
2. Vikar Jónasson, +4
3. Björgvin Sigurbergsson, +5
4. Bjarni Sigþór Sigurðsson, +6
5. Svanberg Addi Stefánsson, +8
5. Bjarki Snær Halldórsson, +8

Í kvennaflokki er meiri spenna en eftir tvo hringi eru þær Anna Sólveig Snorradóttir og Sigurlaug Rún Jónsdóttir jafnar í forystu á 4 höggum yfir pari. Þær hafa leikið eins báða hringina, fimm yfir á þeim fyrri og í dag léku þær báðar á höggi undir pari. Íslandsmeistarinn í höggleik árið 1987, Þórdís Geirsdóttir, er í þriðja sæti eftir að hafa verið í forystu að fyrsta hring loknum.

Staðan í kvennaflokki eftir tvo hringi:

1. Anna Sólveig Snorradóttir, +4
1. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, +4
3. Þórdís Geirsdóttir, +10
4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, +11

Mótinu lýkur á laugardaginn, hér er hægt að sjá stöðuna.


Anna Sólveig Snorradóttir.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640