Fréttir

Danielle Kang lék best á Lake Nona
Kang ásamt hafnaboltmanninum Derek Lowe eftir sigurinn í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 24. janúar 2022 kl. 09:50

Danielle Kang lék best á Lake Nona

Danielle Kang lék best allra um helgina á Lake Nona vellinum og tryggði sér sigur á HGV Tournament of Champions.

Kang var sú eina sem náði að leika báða hringina um helgina á undir 70 höggum en aðstæður voru ekki eins og kylfingar eiga að venjast í Orlando, kalt og blautt. Sigurinn var nokkuð þægilegur hjá Kang þegar upp var staðið en hún þurfti þó aðeins að hafa fyrir hlutunum á 16. braut þegar hún bjargaði skolla eftir að stefnt hafði í hærra skor. Samtals lék hún hringina fjóra á 16 höggum undir pari.

Brooke Henderson kom næst á 13 höggum undir pari og Gaby Lopez var á 12 höggum undir. Nelly Korda sem hafði forystu fyrir lokahringinn náði sér ekki á strik og lék lokahringinn á 75 höggum og féll við það niður í 4. sætið ásamt Celine Boutier.

Þetta var sjötti sigur Kang á mótaröðinni en hún náði ekki að sigra á síðasta tímabili sem olli henni nokkrum vonbrigðum.

Lokastaðan í mótinu