Fréttir

Darren Clarke sigraði á Sanford International
Darren Clarke bætti enn einum titli í safnið um helgina.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 21. september 2021 kl. 15:37

Darren Clarke sigraði á Sanford International

Darren Clarke bætti enn einum titlinum í safnið þegar hann sigraði á Sanford International mótinu á PGA mótaröð eldri kylfinga um helgina.

Clarke fékk fugl á 18 brautina og náði þannig að koma sér í bráðabana um sigurinn gegn K.J. Choi og Steve Flesch. Í bráðabananum léku þeir 18 brautina þar sem Clarke og Choi fengu par gegn skolla Flesch sem féll úr leik.

Clarke og Choi léku þá 18. brautina öðru sinni og þá fékk Clarke fugl og tryggði sér sigurinn.

Stærðfræðikennarinn fyrrverandi Jay Jurecic sem við sögðum frá fyrir helgi Hér má lesa um hann , endaði í neðsta sæti ásamt Mark Calcavecchia. Jurecic lék hringina þrjá á 76-75-77 höggum.

Lokastaðan í mótinu