Fréttir

Day hafði betur gegn Matsuyama, McIlroy og Woods
Jason Day.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 21. október 2019 kl. 21:30

Day hafði betur gegn Matsuyama, McIlroy og Woods

Undirbúningur fyrir fyrsta PGA mótið sem haldið verður í Japan hófst í dag með „The Challenge: Japan Skins“ en það var keppni milli þeirra Hideki Matuyama, Jason Day, Rory McIlroy og Tiger Woods.

Leikinn var svokallaður „skins“ leikur en þá fá menn stig ef þeir eru á besta skorinu á hverri holu. Ef enginn einn er á besta skori færist stigið yfir á næstu holu og eru þá tvö stig í boði. 

Svo fór að lokum að Day vann flest „skins“ eða átta talsins sem voru 210.000 dollara virði. Á síðustu tveimur holunum vann Day 180.000 dollara. Woods vann fimm „skins“ sem voru 60.000 dollara viðri, McIlroy vann fjögur sem voru einnig 60.000 dollara virði og að lokum vann Matsuyama aðeins eitt sem var 20.000 dollara virði.

Leikurinn var liður í kynningu á Zozo Championship mótinu sem hefst á fimmutdaginn á PGA mótaröðinni en þetta verður fyrsta PGA mótið sem haldið verður í Japan.

Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640
Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640