Fréttir

DeChambeau ekki hrifinn af öllum reglubreytingunum
Bryson DeChambeau hér ásamt Jack Nicklaus.
Sunnudagur 6. janúar 2019 kl. 22:36

DeChambeau ekki hrifinn af öllum reglubreytingunum

Líkt og kylfingur greindi frá á dögunum var Bryson DeChambeau einn sá fyrsti til að nýta sér nýja reglubreytingu á dögunum þegar hann púttaði með flaggið ofan í holu af flöt á PGA mótaröðinni.

Sú regla er ein af fjölmörgum reglum sem breyttust eða bættust við nú um áramótin. Golfsamband Íslands mun að því tilefni senda öllum kylfingum landsins stutta handbók á næstunni þar sem farið er yfir umræddar reglubreytingar.

DeChambeau var hins vegar ekki jafn sáttur með þá reglu að kylfingar eiga nú að láta boltann falla í hnéhæð í stað axlarhæð.

„Að þú þurfir að láta boltann falla í hnéhæð er smá fáránlegt, því miður,“ sagði DeChambeau eftir annan hring Sentry Tournament of Champions. „Mér finnst að þú eigir að geta látið boltann falla hvar sem er á milli hné- og axlarhæð. Það ætti ekki að vera neitt vandamál hvað sem þú svo ákveður að gera.“

Á þriðja hring mótsins lenti DeChambeau í því að þurfa láta boltann falla úr hnéhæð og var atvikið nokkuð skondið eins og sjá má hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
[email protected]