Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ég hef náð ágætum árangri hér
Tiger Woods fær hér græna jakkann á Masters mótinu árið 2001. Mynd: golfsupport.nl.
Þriðjudagur 9. apríl 2019 kl. 23:08

Ég hef náð ágætum árangri hér

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hefur ekki sigrað á risamóti frá árinu 2008 þegar hann fagnaði sigri á Opna bandaríska. Eftir vel heppnaða aðgerð á baki í fyrra er hann hins vegar aftur orðinn einn heitasti kylfingur heims og var hann í toppbaráttunni bæði á Opna mótinu og PGA meistaramótinu á síðasta ári áður en hann sigraði á Tour Championship.

Woods er því nokkuð kokhraustur fyrir Masters mótið sem hefst á fimmtudaginn.

„Mér líður eins og ég geti unnið aftur,“ sagði hinn 43 ára gamli Woods. „Ég hef sýnt að ég get það. Ég kom mér í færi til að vinna tvö síðustu risamót ársins í fyrra.

Ég var með forystuna á Opna mótinu og ég var í toppbaráttunni á PGA meistaramótinu. Ég þarf bara að komast hjá því að kasta frá mér höggum en mér tókst það á Tour Championship mótinu á East Lake.

Ég veit að ég get spilað þennan völl vel. Ég hef náð ágætum árangri hér.“

Woods er einn sigursælasti kylfingur í sögu Masters mótsins með fjóra sigra. Fyrsti sigurinn kom árið 1997 þegar hann varð 12 höggum á undan Tom Kite. Síðan þá bætti hann við sig titlum árin 2001, 2002 og 2005.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640