Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Eimskipsmótaröðin: Birgir Björn í forystu fyrir lokahringinn
Birgir Björn. Mynd: seth@golf.is
Laugardagur 9. júní 2018 kl. 18:11

Eimskipsmótaröðin: Birgir Björn í forystu fyrir lokahringinn

Birgir Björn Magnússon, GK, er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Símamótinu sem fer fram á Hlíðavelli. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni í golfi og er það fjórða á tímabilinu 2017-2018.

Birgir Björn hefur leikið mjög stöðugt golf fyrstu tvo hringina og er samtals á 7 höggum undir pari. Hann hefur leikið höggi betur en Kristján Þór Einarsson sem leiddi eftir fyrsta hringinn.


Skorkort Birgis.

Birgir og Kristján eru nánast í sérflokki í karlaflokki en fimm högg eru í þá Sigurð Bjarka Blumenstein, Sverri Haraldsson og Ingvar Andra Magnússon sem deila þriðja sætinu.

Athygli vekur að golfkennarinn Peter Henry Bronson er í toppbaráttunni en hann lék á tveimur höggum undir pari í dag. Bronson er þjálfari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og er einn fjögurra kylfinga frá klúbbnum í topp-10 í mótinu.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag.

Staða efstu kylfinga í mótinu: 

1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68) 137 högg (-7)
2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71) 138 högg (-6)
3.-5 Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71) 143 högg (-1)
3.-5. Sverrir Haraldsson, GM (71-72) 143 högg (-1)
3.-5. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74) 143 högg (-1)
6. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (71-73) 144 högg (par)
7.-10. Peter Henry Bronson, GM (75-70) 145 högg (+1)
7.-10. Vikar Jónasson, GK (74-71) 145 högg (+1)
7.-10. Lárus Garðar Long, GV (73-72) 145 högg (+1)
7.-10. Stefán Már Stefánsson, GR (72-73) 145 högg (+1)

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)