Fréttir

Eimskipsmótaröðin: Ragnhildur með eins höggs forystu fyrir lokadaginn
Ragnhildur Kristinsdóttir
Laugardagur 9. júní 2018 kl. 14:30

Eimskipsmótaröðin: Ragnhildur með eins höggs forystu fyrir lokadaginn

Ragnhildur Kristinsdóttir er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á öðru stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni, Símamótinu, en leikið er á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. 

Fyrir daginn var Helga Kristín Einarsdóttir í efsta sætinu á tveimur höggum yfir pari. Hún náði sér aftur á móti ekki á strik í dag og lék á 78 höggum og er ein í öðru sæti á átta höggum yfir pari.

Á meðan lék Ragnhildur við hvern sinn fingur og eftir tvo fugla í röð á holum 15 og 16 var forystu hennar orðin fjögur högg. Hún tapaði aftur á móti þremur höggum á síðustu tveimur holunum og er þar af leiðandi með aðeins eins höggs forystu fyrir lokahringinn sem fer fram á morgun. Hún endaði hringinn á 74 höggum og er á sjö höggum yfir pari.

Fjögur högg er á milli Helgu og Sögu Traustadóttur sem er í þriðja sætinu. Saga lék á 80 höggum í dag og er samtals á 12 höggum yfir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.